Fyrirspurnir um ný viðskipti
Guðmundur Pálsson
gudmundur@pipar-tbwa.is
Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins og veitir alhliða þjónustu á öllum sviðum auglýsinga og markaðssetningar.
Við höldum reglulega námskeið fyrir fyrirtæki þar sem við deilum sérþekkingu okkar, meðal annars á stafrænni markaðssetningu, notkun samfélagsmiðla og fleiru. Námskeiðin eru ýmist opin og auglýst að okkar frumkvæði eða sérpöntuð hjá okkur af viðskiptavinum.
NánarGrunnurinn að allri markaðssetningu er skýr stefnumótun. Við búum yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á því sviði. Okkar helsta stefnumótunartól köllum við Disruption en það er hugmyndafræði sem við fáum frá TBWA-keðjunni um allan heim og höfum beitt á jafnt stór fyrirtæki sem smærri verkefni. Disruption-vinna er frábær fjárfesting, en hún fer fram með þátttöku viðskiptavinar þar sem við greinum markaðinn, hefðirnar og tækifærin og endum með skýra sýn á hvert skal haldið. Sú sýn leggur svo grunn að öllu markaðsefni.
NánarBirtingadeildin okkar, Pipar\MEDIA, veit allt um hvar best er að birta auglýsingar og herferðir svo þær nái til tilætlaðra markhópa og hvernig birtingafénu er best varið. Þar er byggt á yfirgripsmikilli tölfræðiþekkingu og rýnt í kannanir og gögn. Fylgst er náið með íslenskum auglýsingamarkaði, fjölmiðaneyslu, neytendahegðun og breytingum á hlutdeild auglýsingamarkaðarins. Þá hefur á síðustu misserum orðið til mikil sérhæfing í netmarkaðssetningu.
NánarMarkaðssetning á netinu verður æ fyrirferðameiri og mikilvægari hluti af heildarmyndinni. Vefsíðugerð, samfélagsmiðlaumsjón, auglýsingar á Google, leitarvélabestun (SEO), efnismarkaðssetning, áhrifavaldamarkaðssetning, PPC, PCC, CRO-bestun, E-commerce, netfréttabréf, úttektir og greiningar ... við eigum sérfræðinga á öllum þessum sviðum. 2018 sameinuðust Pipar\TBWA og The Engine, en það fyrirtæki hefur lengi verið í fararbroddi í netmarkaðssetningu og unnið fjölda verkefna á því sviði hérlendis sem erlendis. Þá eigum við í nánu samstarfi við DAN, Digital Arts Network, sem er alþjóðlegt net sérfræðinga TBWA í stafrænni markaðssetningu.
Nánar