Skilmálar miðakaupa

Vinsamlegast athugaðu hvort réttar upplýsingar komi fram á miðunum þínum. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.

Ef upp koma óvæntar aðstæður sem valda því að miðakaupandi á ekki kost á að sækja viðburðinn, er hægt að semja um endurgreiðslu allt að tveimur sólarhringum fyrir viðburð. Hafið samband í síma 510 9000 eða á pipar@pipar.is

Ef breyting verður einhverra hluta vegna á dagsetningu viðburðar gildir miðinn áfram á nýja dagsetningu. Ef eigendur miðanna komast ekki vegna breyttrar dagsetningar er þeim boðin endurgreiðsla miða.

Aðstandendur viðburðar taka enga ábyrgð á einkamunum miðaeigenda á meðan viðburði stendur.

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað. Aðgönguiðinn er rafrænn og hann þarf að sýna annaðhvort útprentaðan eða skjá snjalltækis við inngang viðburðar.

Komi upp vandamál eða spurningar við pöntun eða greiðslu, vinsamlegast hafið samband í síma 510 9000 eða sendið tölvupóst á pipar@pipar.is

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sendingar úr kerfi verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. netfang til að útbúa viðeigandi skilaboð til kaupanda. Í þessu tilviki gæti netfang þitt lent á fréttabréfslista Pipar\TBWA. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Kaupandi getur alltaf afskráð sig af netfangalistanum.

Krossmiðlun er haldin af Pipar\TBWA, auglýsingastofu. Ábyrgðaraðili er:

Eignarhald ehf.
kt. 501073-0249
VSK-númer 56133
Guðrúnartúni 8
105 Reykjavík
www.pipar.is
pipar@pipar.is
sími 510 9000