Fyrirspurnir um ný viðskipti
Guðmundur Pálsson
gudmundur@pipar-tbwa.is
Markaðssetning á netinu verður sífellt fyrirferðarmeiri og mikilvægari hluti af heildarmyndinni og krefst sífellt meiri sérþekkingar. Innan stofunnar er mikil sérhæfing í stafrænni markaðssetningu og mismunandi öngum hennar. 2018 sameinuðust Pipar\TBWA og The Engine, en það fyrirtæki hefur lengi verið í fararbroddi í netmarkaðssetningu og unnið fjölda verkefna á því sviði hérlendis sem erlendis. Þá eigum við í nánu samstarfi við DAN, Digital Arts Network, sem er alþjóðlegt net sérfræðinga TBWA í stafrænni markaðssetningu.
Nýjar lendur krefjast nýrrar þekkingar og stafræn markaðssetning er mikill frumskógur. Við vinnum því náið með okkar kúnnum, erum oftar en ekki partur af markaðsdeildinni þeirra og hjálpum þeim að vinna greiningar og taka lykilákvarðanir þegar kemur að markaðssetningu á netinu.