The Engine

Markaðssetning á netinu verður sífellt fyrirferðarmeiri og mikilvægari hluti af heildarmyndinni og krefst sífellt meiri sérþekkingar. Innan stofunnar er mikil sérhæfing í stafrænni markaðssetningu og mismunandi öngum hennar. 2018 sameinuðust Pipar\TBWA og The Engine, en það fyrirtæki hefur lengi verið í fararbroddi í netmarkaðssetningu og unnið fjölda verkefna á því sviði hérlendis sem erlendis. Þá eigum við í nánu samstarfi við DAN, Digital Arts Network, sem er alþjóðlegt net sérfræðinga TBWA í stafrænni markaðssetningu.

Nýjar lendur krefjast nýrrar þekkingar og stafræn markaðssetning er mikill frumskógur. Við vinnum því náið með okkar kúnnum, erum oftar en ekki partur af markaðsdeildinni þeirra og hjálpum þeim að vinna greiningar og taka lykilákvarðanir þegar kemur að markaðssetningu á netinu.

Vefsíðugerð

Góð heimasíða er mjög mikilvæg í hinum stafræna heimi í dag. Yfir 96% af netnotendum leita að vöru eða þjónustu í gegnum Google, Bing eða Yahoo. Það er ekki nóg að heimasíða líti vel út heldur er mikilvægt að vefsíðan sé rétt upp sett, sé notendavæn og virki vel á öllum tækjum.

Við höfum mikla reynslu í vefsíðugerð og gerum snjallar vefsíður fyrir öll tæki. Við leggjum mikið upp úr því að nýta stafrænar lausnir og fallega hönnun til að viðmót og notendaupplifun sé eins og best verður á kosið. Öll okkar vinna er unnin í samvinnu við viðskiptavininn og með því móti hámörkum við árangur. Við erum vottaðir premium samstarfsaðilar Google og öll vefsíðugerð miðar að því að leitarvélabestun sé unnin frá grunni.

Flott og notendavæn heimasíða er þitt tækifæri til að sýna tilvonandi kúnna hvaða vöru eða þjónustu þú býður upp á og af hverju tilvonandi kúnni ætti að velja þína vöru og treysta þínu fyrirtæki fram yfir önnur fyrirtæki. Í hröðu og snjalldrifnu umhverfi nútímans er góð, snjalltækjavæn (mobile friendly) vefsíða nauðsynleg.

Ef þú ert að hugsa um heimasíðu fyrir fyrirtækið þitt, hafðu þá samband og við förum yfir möguleikana með þér.

Samfélagsmiðlar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er ein af okkar grunnstoðum. Við riðum á vaðið með stofnun samfélagsmiðladeildar vorið 2011 og höfum síðan bætt við okkur mikilli þekkingu og reynslu á því sviði.

Að „gera eitthvað“ á samfélagsmiðlum er ekki vænlegt til árangurs. Það þarf að hafa plan og fara eftir því, hvort sem það er fyrir færslur eða auglýsingar. Facebook, sem og aðrir samfélagsmiðlar, bjóða upp á tól og tæki svo að hægt sé að mæla árangur herferða og þú sjáir nákvæmlega hvað er að virka og hvað ekki. Þá er einnig til staðar mikil þekking og reynsla af samstarfi við áhrifavalda.

Það þarf mikla kunnáttu og um leið klókindi til að ná í gegn í hröðu umhverfi samfélagsmiðlanna. Þar komum við sterk inn og getum við hjálpað þér að skara fram úr samkeppninni á þeim miðlum.

SEO (Leitarvélabestun)

Ef Google finnur þig ekki ertu ekki með í leiknum. Við vitum hversu gríðarlega mikilvæg leitarvélabestun er. Þar skipta bæði tæknilegir og efnislegir hlutar síðunnar máli.

SEO, eða Serch Engine Optimization, er það ferli sem unnið er til að koma vefsíðu ofar í náttúrulegum (organic) leitarniðurstöðum. Því fyrr sem vefsíða kemur upp í leitarniðurstöðum, því fleiri heimsóknir fær hún, sem síðan skilar sér í meiri sölu.

Pipar\TBWA veitir alhliða ráðgjöf þegar kemur að stafænni markaðssetningu og hvernig á að koma fyrr upp í leitarniðurstöðum. Við ráðleggjum fyrirtækjum og búum til heildarplan yfir hvaða leitarorð væru hentugust og hvað þarf að betrumbæta, tæknilega og efnislega.

Leitarvélabestun er langtímaferli sem breytist reglulega út frá breytingum sem Google, Bing og Yahoo gera á sínum leitarvélum. Það eru gríðarlega margir þættir sem koma inn í sýnileikann á leitarvélum, en með góðu skipulagi og plani er hægt að ná góðum árangri með leitarvélabestun.

Pipar\TBWA og The Engine eru Google Premier Partners og Bing Partners sem þýðir að allir sem vinna að uppsetningu hafa farið í gegnum þjálfun og eru vottaðir Google og Bing sérfræðingar.

PPC

PPC, eða Pay Per Click, er ein af okkar sérgreinum. Með PPC borgar þú bara þegar einhver smellir á auglýsinguna þína. Keyptar auglýsingar í leitarniðurstöðum á Google og Bing er árangursrík leið til að ná til þeirra neytenda sem eru farnir að huga að kaupum og eru að leita á netinu að ákveðinni vöru eða þjónustu.

Pipar\TBWA og The Engine er Google Premier Partner og Bing Partner sem þýðir að allir sem vinna að herferðunum hafa farið í gegnum þjálfun og eru vottaðir sérfræðingar í Google og Bing auglýsingum. Stafræna teymið sem vinnur að herferðunum hefur sett upp mörg hundruð herferðir fyrir kúnna sem bjóða vörur og þjónustu á Íslandi og í fjölda annarra landa.

Við uppsetningu allra herferða setjum við okkur ákveðin markmið í byrjun. Það er mikilvægt að fylgjast vel með auglýsingunum á bæði Google og Bing og gera breytingar til að ná eins góðum árangri og hægt er. Meginkosturinn við að nota Pay Per Click-auglýsingar er að árangurinn er mælanlegur og það er hægt að bregðast strax við og breyta ef þess gerist þörf.

Við sendum svo mánaðarlega skýrslu svo þú getir séð nákvæmlega hvernig allt gekk í mánuðinum.

Efnismarkaðssetning (content)

Efnismarkaðssetning er „strategísk“ markaðsaðgerð sem felur í sér að búa til og dreifa með réttum leiðum efni sem er viðeigandi og felur í sér virði fyrir markhópa fyrirtækisins. Efnissmarkaðssetning getur verið frábær leið til að nálgast nýja viðskiptavini, hvetja viðskiptavininn til kaupa eða til að viðhalda núverandi viðskiptavinum. Efnið þarf að vera gagnlegt fyrir markhópinn og þarf að vera úthugsað til að laða að og byggja upp traust milli fyrirtækis og viðskiptavinar.

Efnismarkaðssetning er einnig stór partur af leitarvélabestun þar sem efni er skrifað út frá leitarvélum. Einnig eru blogg, tölvupóstar, greinaskrif og efni sem sett er á samfélagsmiðla partur af efnismarkaðssetningu. Við erum með sérfræðinga í textagerð á íslensku, ensku og frönsku svo eitthvað sé nefnt, sem þekkja betur en flestir hvernig á að koma hlutum í orð. Með samvinnu þeirra og annarra sérfræðinga innan stofunnar finnum við hvaða leiðir er best að fara til að koma efninu til rétta markhópsins.

eCommerce

Hlutfall sölu í netverslununum hefur tvöfaldast frá árunum 2010 til 2018 þegar horft er á heiminn í heild. Netverslun er orðin eðlilegur partur af kauphegðun fólks og fleiri og fleiri fyrirtæki sjá sinn hag í því að bjóða upp á allar sínar vörur í gegnum netverslun, auk hefðbundinna leiða.

Við bjóðum upp á að setja upp netverslun í gegnum bæði Shopify og WooCommerce. Hægt er að tengja netverslunina við öruggar greiðslusíður eins og Borgun, Valitor, Paypal og fleira.

CRO (bestun á kaupferli)

CRO, eða Conversion Rate Optimization, er ferlið í kringum það að auka hlutfallið af þeim sem koma á síðuna og enda á að kaupa vöru eða þjónustu. Það er ekki nóg að fá bara gesti á vefsíðuna þína. Vefsíðan þarf að vera rétt upp sett þannig að hún sé notendavæn og leiði að lokum til þess að fólk vilji kaupa. CRO-ferlið skoðar hvernig fólk kemur inn á síðuna, hvaða aðrar síður það smellir á og hvort það leiði til ákeðinnar aðgerðar á síðunni eins og að kaupa vöru eða þjónustu, fylla út form o.s.frv. – og ef ekki, hvað það er sem stoppar fólk í þeirri aðgerð?Í okkar CRO-ferli förum við markvisst í gegnum vefsíðuna þína og finnum út hvar stærstu tækifærin eru, gerum ýmsar prófanir til að betrumbæta hlutina og auka hlutfallið af gestum, sem enda á að kaupa þína vöru eða þjónustu.

Google Display auglýsingar

Auk leitarauglýsinga býður Google einnig upp á Google Display-auglýsingar. Display-auglýsingar eru myndaauglýsingar sem birtast á Google Display Network. Display Network er hópur af meira en tveimur milljónum vefsíðna sem nær til rúmlega 90% af öllum internetnotendum heims. Auglýsingar á Google Display Network geta verið góð leið til að ná til þíns markhóps á hagkvæman hátt, bæði á Íslandi og erlendis. Einnig eru Googe Display-auglýsingar góðar til að endurmiða auglýsingum á hóp sem hefur sýnt fyrirtækinu þínu áhuga.

Úttektir og greiningar o.fl.

Við greinum vefsíður og markaðsaðgerðir á netinu og notum ýmis tól til að kanna hjá þér stöðuna. Við gerum t.d. ítarlegar úttektir á stöðu leitarvélabestunar, eldri herferðum á netinu, sýnileika vörumerkis á netinu o.fl.

Netfréttabréf

Öflugur póstlisti getur verið dýrmætur fyrir fyrirtæki. Við skrifum og setjum upp rafræn fréttabréf, vinnum með póstlista og jafnvel setjum upp sjálfvirkar herferðir þar sem ákveðið ferli fer í gang þegar viðskiptavinur skráir sig.