Fyrirspurnir um ný viðskipti
Guðmundur Pálsson
gudmundur@pipar-tbwa.is
Krossmiðlunarráðstefnan okkar í Kaldalóni í Hörpu, 15. september var mjög vel sótt. Einn fyrirlesara var Rohit Thawani, en hann er yfir allri stafrænni stefnumótun og samfélagsmiðlamarkaðssetningu auglýsingastofunnar TBWA/Chiat/Day í Los Angeles. Fyrirlesturinn fjallaði um nýjungar og hraða og hvernig sífellt verður erfiðara að ná í gegn til neytenda. Hann var óspar á að deila hugmyndum sínum, reynslu og góðum ráðum til að halda í við, og jafnvel fara fram úr, þróun á auglýsingamarkaði.