Fimmtudagur

FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL
OG AUGLÝSINGAR
#90
2/11/2017
Hittir þú of vel í mark?
Daði Freyr syngur um gagnamagn á ný
Við lékum okkur að matnum með Domino's
Nýtt hverfi rís í Efstaleiti
Kringlan er 30 ára
Morgunverðarfundur Pipars\MEDIA 25. október
Hittir þú of vel í mark?

Auglýsingatímarit tala gjarnan um að auglýsendur „sói“ birtingum á neytendur sem hafa engan áhuga á þeirri vöru eða þjónustu sem verið er að auglýsa. Í dag geta fyrirtæki nefnilega valið nákvæmlega hverjir sjá auglýsinguna, hvar þeir sjá hana og hvenær. Síðan geta þessir sömu auglýsendur mælt hversu margir kaupa vöruna eða þjónustuna í gegnum þessa einu auglýsingu.

Í kjölfar þessarar þróunar hafa sumir auglýsendur tileinkað sér ákveðin skammtímamarkmið enda freistandi að miða beint á vænlega kaupendur og geta svo mælt árangurinn. Þetta getur þó á vissan hátt verið hættulegt ef ekki er hugað að langtímamarkmiðum vörumerkisins. Ef við einblínum einungis á þá sem eru nú þegar líklegustu kaupendurnir verða markhóparnir svo þröngir að við náum aldrei að fanga athygli allra hinna mögulegu kaupendanna en mikilvægi þeirra fyrir framtíð og stækkun vörumerkisins er auðvitað talsvert.

Á Pipar\TBWA teljum við okkur vera með eina fremstu stafrænu deild landsins. Við höfum yfir að ráða tólum, tækjum, þekkingu og reynslu og við vitum hvað virkar og hvað ekki. Fjölmiðlaheimurinn og ekki síst sá stafræni verður stöðugt flóknari og því enn mikilvægara en áður að birtingar séu á hendi fagfólks sem kann til verka svo hægt sé að ná til neytenda og byggja upp vörumerkjavitund.

Daði Freyr syngur um gagnamagn á ný

Í sumar var kynnt nýtt tilboð á gagnamagni hjá 365 í samvinnu við tónlistarmanninn Daða Frey sem smíðaði lítinn lagstúf til þess að auglýsa það. Stefið sló heldur betur í gegn og því fengum við Daða til liðs við okkur á ný til þess að auglýsa nýjasta tilboð 365 sem býður neytendum sama gagnamagn og fyrr, ellefu gígabæt, nema nú með aðangi að efnisveitunni Maraþon Now.

Verkefnið

Við lékum okkur að matnum með Domino's

Domino’s blæs árlega til söfnunarátaks með góðgerðarpizzu í samstarfi við Hrefnu Sætran. Í ár var safnað fyrir Reykjadal, þar sem rekinn er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn og ungmenni. Hugmyndin í auglýsingunni fór þvert gegn hinu gamla mömmuráði að ekki eigi að leika sér að matnum. Við skemmtum okkur auðvitað konunglega en auglýsingunni fylgdi gríðarleg handavinna eins og sjá má.

Verkefnið

Nýtt hverfi rís í Efstaleiti

Skuggi fasteignafélag byggir nýtt íbúðahverfi í Efstaleiti. Við unnum m.a. vef fyrir verkefnið þar sem væntanlegir kaupendur geta skoðað íbúðirnar í húsum í byggingu. Við nýttum stafræna tækni ásamt þrívíddarmyndum til hins ýtrasta við hönnun vefsins. Hægt er að skoða hvernig íbúðirnar líta út fullbúnar, máta saman liti á innréttingum og gólfefnum og jafnvel virða fyrir sér útsýnið úr gluggunum.

Verkefnið

Kringlan er 30 ára

Í ágúst á þessu ári varð Kringlan 30 ára. Afmæli er alltaf tækifæri til að fagna en viðskiptavinir hafa notið þess með ýmsum uppákomum og  ekki síst með góðu verði og tilboðum. Efnt var til myndatöku fyrir afmælishátíðina þar sem hinar ýmsu fyrirsætur skörtuðu fínasta pússi úr Kringlunni. Við höfum tekið þátt í að koma hátíðarskapinu vel til skila með gerð auglýsingaefnisins fyrir afmælishátíðina sem raunar stendur allt árið. Til hamingju, Kringlan.

Verkefnið

Morgunverðarfundur Pipars\MEDIA 25. október

Það var góð mæting á morgunverðarfund hjá okkur þar sem farið var yfir helstu fjölmiðlamælingar og þróun síðustu 10 ára skoðuð.

Árið 2016 var hlutfall línulegs áhorfs um 87% af heildaráhorfi sjónvarps. Á sama tíma hefur notkun stafrænna miðla aukist mikið ásamt netbirtingum. Farið var yfir breytingar sem hafa átt sér stað í auglýsingum með tilkomu stafrænna miðla og hvernig auglýsendur nýta sér nýjustu tækni til þess að ná til markhópsins, ekki síst yngri hópanna. Einnig var stuttlega fjallað um áhrifavaldamarkaðssetningu og hvaða tækifæri felast í henni og sýnd dæmi um hvernig fyrirtæki hér á landi hafa nýtt sér hana á farsælan hátt.

Ljóst er að notkun fjölmiðla er að breytast og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að þekkja markhópinn vel til að finna réttu miðlablönduna semhæfir skilaboðunum.

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
FIMMTUDAGUR er sendur til viðskiptavina og vina Pipars\TBWA.
Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Fimmtudagur kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði
Takk fyrir að gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.