Fimmtudagur

FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL
OG AUGLÝSINGAR
#91
7/12/2017
Nýr Buster?
Finnum fólk í lífshættu
Í blíðu og stríðu
Persónulegi pizzuofninn
Virk á ný
Baker Lambert á næstu Krossmiðlun
Nýr Buster?

Verslunarkeðjan John Lewis átti vinsælustu jólaauglýsinguna árið 2016 ef marka má áhorfstölur frá YouTube. Reyndar náði þessi umrædda auglýsing ótrúlegum árangri, er vinsælasta auglýsing verslunarrisans frá upphafi og í fimmta sæti yfir þær auglýsingar sem flestir netnotendur hafa deilt, hvernig sem sú tala ku hafa verið reiknuð. Það skiptir auðvitað minnstu máli að það eina sem tengir viðfangsefnið beinlínis við John Lewis sé sú staðreynd að þar hljóta að fást trampólín því hann Buster er svo yfirmáta heillandi. Ef þú manst ekki eftir Buster, getur þú séð auglýsinguna með því að smella hér.

Herferðin studdist við krossfangið #BusterTheBoxer en í ár teflir John Lewis fram auglýsingu með krossfanginu #MozTheMonster. Hvort hún verður vinsælasta jólaauglýsingin á YouTube 2017 er enn óráðið en hún er engu að síður alveg ógurlega krúttleg.

Hvað sem því líður þá óskum við lesendum Fimmtudags gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs.

Finnum fólk í lífshættu

Hjartavernd stóð fyrir söfnunarátaki á dögunum þar sem safnað var fyrir innleiðingu fyrirbyggjandi ferla á öllum heilsugæslum landsins. Árlega látast um 200 Íslendingar úr ótímabærum hjartaáföllum og æðasjúkdómum og um 12 þúsund manns á aldrinum 50–70 ára glíma við afleiðingar slíkra áfalla. Með markvissri skimun er hægt að finna þessa einstaklinga áður en það er um seinan. Allar auglýsingar fyrir átakið voru framleiddar hér hjá okkur.

Verkefnið

Í blíðu og stríðu

Það á enginn að þurfa að búa fjarri maka sínum á efri árum jafnvel þó annar aðilinn þurfi umönnun en hinn ekki. Helgi í Góu hefur í mörg ár barist fyrir réttlátara lífeyrissjóðakerfi. Með verkefninu „Okkar sjóðir“ vill hann hvetja stjórnvöld og stjórnir lífeyrissjóðanna til að beita sjóðunum af meiri krafti í byggingu húsnæðis fyrir eldri borgara.

SKOT framleiddi og Þorbjörn Ingason leikstýrði.

Verkefnið

Persónulegi pizzuofninn

Persónulegi pizzuofninn, sem við settum upp fyrir Domino's er stórskemmtilegt leiktæki en um leið frábær leið til að prófa eitthvað nýtt, óvænt og spennandi. Ofninn „bakar“ fyrir þig persónulega pizzu þar sem nafn pizzunnar byggir á þínu nafni – og svo er hægt að enda á því að panta. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að prófa á pizzuofninn.is.

Verkefnið

Virk á ný

Það er alltaf gleðilegt þegar verkefni fá framhaldslíf og samstarf okkar við Virk er frábært dæmi um það. Virk hefur það hlutverk að aðstoða fólk við að komast aftur út á vinnumarkaðinn og 2015 bjuggum við til myndbandaseríu með reynslusögum fólks. Fyrr á þessu ári gerðum við kynningarmyndband og nú í nóvember bættum við fleiri reynslusögum í sarpinn.

Verkefnið

Baker Lambert á næstu Krossmiðlun

Nú getum við tilkynnt með stolti að sjálfur Baker Lambert mun heiðra okkur með nærveru sinni á Krossmiðlun 2018. Lambert ber titilinn Global Data Director (hnattrænn gagnastjóri) hjá TBWA\Worldwide. Eftir farsælan feril í viðskiptum sparkaði hann af sér spariskónum og hóf störf hjá TBWA árið 2012. Hann hefur síðan komið að risaherferðum fyrir t.a.m. Nissan, Airbnb, Gatorade, adidas, Twitter og GoDaddy.

Hugðarefni Baker Lambert eru öflun upplýsinga, úrvinnsla þeirra, rökfræði, hugvit og hvernig nota má þetta allt til að flýta framtíðinni. Í frítíma sínum vinnur hann launalaust að margvíslegum verkefnum. Sem ástríðukafari endurhannaði hann björgunaraðgerðakerfi í sjó og var í framhaldinu fenginn af NASA til að þjálfa geimfara. Þá kemur hann reglulega að þróun og markaðsetningu tölvuleikja og aðstoðaði SpaceX nýlega við eldflaugatilraunir sínar.

Já, við hlökkum til!

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
FIMMTUDAGUR er sendur til viðskiptavina og vina Pipars\TBWA.
Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Fimmtudagur kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði
Takk fyrir að gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.