Fyrirspurnir um ný viðskipti
Guðmundur Pálsson
gudmundur@pipar-tbwa.is
Blekkingar eru bannaðar í auglýsingum en einu sinni á ári fá fyrirtæki fullt leyfi bæði siðanefndar SÍA og almennings til þess að, tja, ljúga að neytendum.
Fjölmiðlar hafa haft þetta leyfi líka en þeir hafa í gegnum tíðina lagt sig fram við að birta stóra falsfrétt á þessum degi sem margir bíða spenntir eftir. Það vakti athygli í ár að ekkert aprílgabb var í neinum sjónvarpsfréttum en sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndunum ákváðu í sameiningu að vera ekki með gabb í ár vegna þeirra umræðna sem geysa varðandi falsfréttir.
Eitthvað virðast aprílgöbbin einnig hafa minnkað töluvert hjá fyrirtækjum en hjá þeim sem nota tækifærið er vinsælt að kynna nýjar vörur eða þjónustu til leiks. Þar má meðal annars nefna Interp-Brit, sem breytir breskum hreim í bandarískan, frá bresku streymisveitunni BritBox, fjarstýringarsokkana frá Roku og nýju Lego-ryksuguna sem flokkar kubbana eftir lit og lögun.
Við göbbuðum engan en langar ósköp mikið í fjarstýringarsokka og Lego-ryksugu.
Blár apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, fer nú af stað með vitundar- og fræðsluátak í fimmta sinn. Í fyrra gerðum við ofurkrúttlega teiknimynd um hann Dag litla, og nú kynnum við til leiks ekki síður heillandi vinkonu okkar, hana Maríu. Líkt og í fyrra fengum við Ævar vísindamann til að ramma inn verkefnið. Þá létum við framleiða Bláu næluna sem seld er til styrktar fræðslustarfinu.
Við minnum svo alla á að klæðast bláu á morgun, föstudaginn 6. apríl.
Það var vel við hæfi að fara yfir söguna þegar kynna átti nýjan búning íslenska landsliðsins. Sagan er engin sigursaga en hún er sönn og heiðarleg. Mikilvægt er að kunna að meta ósigrana í uppganginum og dýrðarljómanum. Myndbandið sýnir okkur á skemmtilegan hátt þróun landsliðsbúningsins, frá handsaumi til fjöldaframleiðslu. Myndbandinu var einkar vel tekið hjá bæði KSÍ og þeim sem horfðu á það á netinu en það er alltaf ánægjulegt að taka þátt í sögulegum viðburði.
Áfram Ísland!
Góa stóð fyrir skemmtilegum leik um páskana þar sem þátttakendur leystu nokkrar þrautir, svöruðu örfáum spurningum og fengu persónulega páskaspá og málshátt. Þátttaka í leiknum fór fram úr björtustu vonum en um 37.000 manns tóku þátt.
Þú getur enn leikið þér í páskaleiknum – en vinningarnir eru búnir, því miður.
Það er ótrúlega gaman þegar hugmyndir fá að malla í ofninum og baksturinn tekst svo vel að út kemur glansandi fínn Lúður. Persónulegi pizzuofninn sem við gerðum fyrir Domino's vann Lúðurinn 2017 í flokki stafrænna auglýsinga. Hann fer auðvitað rakleiðis á Lúðrahilluna okkar góðu. Forritun ofnsins var í höndum Einars Aðalsteinssonar.
Verkefnið (bara svona ef þú varst búin/n að gleyma pizzuofninum)
Nýr vefur leit dagsins ljós nú í mars, eða um leið og nýju starfsmannamyndirnar komu úr framköllun – já, við sendum þær í alvöru í framköllun. Grunninn að uppbyggingu vefsins sækjum við til TBWA-keðjunnar, verkefnin okkar eru að sjálfsögðu á sínum stað sem og aðrar upplýsingar um starfsemina og starfsfólkið.
Velkomin á pipar-tbwa.is