STAFRÆN
MARKAÐSSETNING
Við erum góð í að selja á netinu og aðstoðum sífellt fleiri viðskiptavini við að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri í stafrænum miðlum. Við viljum bæta öflugu liðsfólki í teymið okkar.
Google sérfræðingur
Starfssvið \ hæfniskröfur:

· Víðtækur skilningur á stafrænni markaðssetningu og leiðum í kostuðum leitarniðurstöðum

· Google vottun og mikil þekking á Google umhverfinu (Analytics, Adwords, Tag Manager, Optimize o.fl.)

· Víðtæk reynsla af skipulagningu, uppsetningu og utanumhaldi á herferðum á leitarvélum s.s. Google, Bing, YT, Yahoo o.fl.

· Funnel markaðssetning og hugmyndafræði

· Þekking á aðferðafræði A/B prófana ásamt færni í uppsetningu og framkvæmd

· Færni í gagnagreiningu ásamt getu til að varpa niðurstöðum yfir í framkvæmanlegar aðgerðir


Verkefnastjóri í stafrænni markaðssetningu
Starfssvið \ hæfniskröfur:

· Þekking og reynsla af vinnu með þekkt hugtök innan stafrænnar markaðssetningar

· Markaðssetning á samfélagsmiðlum ásamt uppsetningu áætlana

· Efnisdreifing og bestun efnis

· Mælingar og skýrslugjöf, eftirfylgni og greining gagna

· Viðkomandi þarf að vera söludrifinn og búa yfir góðum skipulagshæfileikum og hæfni í mannlegum samskiptum

Menntun og reynsla:

Menntunar- og hæfniskröfur fyrir bæði störfin eru einfaldar. Við sækjumst eftir fólki með starfsreynslu í netmarkaðssetningu. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er mjög æskileg ásamt ríkum vilja til að setja sig stöðugt inn í og tileinka sér nýjungar á sviði stafrænnar markaðssetningar. Í því felst jafnframt að enskukunnátta þarf að vera mjög góð. Skilyrði er að geta sýnt fram á árangur af fyrri störfum.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist á netfangið umsoknir@pipar-tbwa.is fyrir 14. október 2018.